Selja boli til styrktar öryrkjum í Palestínu 7. apríl 2006 22:37 Félagið Ísland - Palestína hefur safnað nærri sex hundruð þúsund krónum fyrir öryrkja í Palestínu. Bróðurpartur fjárins hefur safnast með sölu á sérhönnuðum bolum og peysum hér á landi. Félagið Ísland - Palestína hefur staðið fyrir söfnuninni fyrir Palestínumenn frá því í lok nóvember en þá voru haldnir styrktartónleikar vegna málefnisins. Á sama tíma vaknaði sú hugmynd hjá forystumönnum félagsins og eigendum verslunarinnar Nakta apans á Laugavegi að afla frekara fjár með bola- og peysusölu. Myndirnar á flíkunum tóku félagar í Íslandi Palestínu á ferðum sínum um svæði Palestínumanna en auk þess teiknaði Þorleifur Kamban táknræna mynd fyrir átakið en hún sýnir dreng á þríhjóli við aðskilnaðarmúr Ísraela. Með söfnuninni er ætlunin að styðja við sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna og vekja athygli á því að þúsundir manna eru öryrkjar eftir baráttu við Ísraelsher síðustu ár. Eva Einarsdóttir, varaformaður Félagsins Ísland Palestína, segir að sumir þeirra drengja sem við sjáum í fréttum kasta grjóti verði fyrir skotum Ísraela og missi fyrir vikið útlimi eða særist alvarlega. Þess vegna séu margir ungir öryrkjar á svæðum Palestínumanna sem þurfi á hjálp að halda. Eva segir enn fremur að líklega fari mestur hluti fjárins í kaup á hjálpartækjum. Aðspurð hvort hún telji að Palestína verði frjáls í náinni framtíðsegir Eva að hún voni það. Palestínumenn hafi sýnt mikla þrautseigju og aldrei gefist upp og því sé mikilvægt að styðja þá áfram.Peysurnar og bolirnir verða áfram til sölu í Nakta apanum og því er enn hægt að leggja málinu lið. Lífið Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Félagið Ísland - Palestína hefur safnað nærri sex hundruð þúsund krónum fyrir öryrkja í Palestínu. Bróðurpartur fjárins hefur safnast með sölu á sérhönnuðum bolum og peysum hér á landi. Félagið Ísland - Palestína hefur staðið fyrir söfnuninni fyrir Palestínumenn frá því í lok nóvember en þá voru haldnir styrktartónleikar vegna málefnisins. Á sama tíma vaknaði sú hugmynd hjá forystumönnum félagsins og eigendum verslunarinnar Nakta apans á Laugavegi að afla frekara fjár með bola- og peysusölu. Myndirnar á flíkunum tóku félagar í Íslandi Palestínu á ferðum sínum um svæði Palestínumanna en auk þess teiknaði Þorleifur Kamban táknræna mynd fyrir átakið en hún sýnir dreng á þríhjóli við aðskilnaðarmúr Ísraela. Með söfnuninni er ætlunin að styðja við sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna og vekja athygli á því að þúsundir manna eru öryrkjar eftir baráttu við Ísraelsher síðustu ár. Eva Einarsdóttir, varaformaður Félagsins Ísland Palestína, segir að sumir þeirra drengja sem við sjáum í fréttum kasta grjóti verði fyrir skotum Ísraela og missi fyrir vikið útlimi eða særist alvarlega. Þess vegna séu margir ungir öryrkjar á svæðum Palestínumanna sem þurfi á hjálp að halda. Eva segir enn fremur að líklega fari mestur hluti fjárins í kaup á hjálpartækjum. Aðspurð hvort hún telji að Palestína verði frjáls í náinni framtíðsegir Eva að hún voni það. Palestínumenn hafi sýnt mikla þrautseigju og aldrei gefist upp og því sé mikilvægt að styðja þá áfram.Peysurnar og bolirnir verða áfram til sölu í Nakta apanum og því er enn hægt að leggja málinu lið.
Lífið Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira