Sport

Creteil í undanúrslit þrátt fyrir 8 marka tap

Franska liðið Creteil komst í kvöld í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða í handbolta þrátt fyrir 8 marka tap fyrir pólska liðinu Kielce, 26-34. Creteil vann reyndar fyrri leikinn með 14 marka mun, 35-21 en athygli vekur að pólska liðið skoraði 23 mörk í seinni hálfleik í viðureign liðanna í kvöld. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Creteil.

Fyrr í dag komst Lemgo áfram í undanúrslitin en með því liði leika Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Þrjú þýsk lið eru meðal þeirra fjögurra sem eru komin í undanúrslitin en í gær komust Gummersbach og Göppingen áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×