Arenas jarðaði New York 26. febrúar 2006 08:29 Gilbert Arenas fór hamförum gegn New York og skoraði til að mynda 23 af 46 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira