Sport

Khan rotaði Martynov á 75 sekúndum

Amir Khan var varla farinn að svitna þegar bardaginn í gær var stöðvaður
Amir Khan var varla farinn að svitna þegar bardaginn í gær var stöðvaður NordicPhotos/GettyImages

Vonarstjarna Breta í boxinu, unglingurinn Amir Khan, rotaði andstæðing sinn Vitali Martynov eftir aðeins 75 sekúndur í fimmta bardaga sínum sem atvinnumaður í Nottingham í gærkvöld. Þetta var fyrsti sex lotu bardagi Khan á ferlinum, en hann þurfti ekki nema eina til að ganga frá Hvít-Rússanum.

"Ég held að Amir sé í raun reiðubúinn til að fara að berjast um titla strax, en það er ljóst að hann þarf að fá sterkari andstæðing næst," sagði þjálfari hans eftir bardaga gærkvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×