Denver skellti meisturnum 23. janúar 2006 15:17 Denver hefur ekki látið mikil meiðsli lykilmanna hafa áhrif á sig í vetur og þeir Kenyon Martin og Carmelo Anthony gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturunum á útivelli í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Það var mikið um dýrðir í NBA deildinni í nótt og þó flestir leikir hafi ef til vill fallið í skugga skotsýningar Kobe Bryant, voru fjölmargir aðrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Denver skellti meisturum San Antonio á útivelli og Phoenix tapaði enn einum leiknum sem var framlengdur oftar en einu sinni. Philadelphia lagði Minnesota 86-84, þar sem Philadelphia vann upp 19 stiga forskot Minnesota og tryggði sér sigurinn með körfu Andre Iguodala um leið og lokaflautið gall. Allen Iverson skoraði 39 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Denver lagði San Antonio á útivelli 89-85. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir Denver, flest af vítalínunni, en Earl Boykins kláraði leikinn fyrir Denver með hittni sinni í fjórða leikhluta. Nazr Mohammed skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir San Antonio. LA Clippers lagði Golden State 105-92. Cuttino Mobley skoraði 22 stig fyrir Clippers en Jason Richardson skoraði 23 fyrir Golden State. Memphis vann góðan útisigur á Washington 93-82. Mike Miller skoraði 30 stig fyrir Memphis og Antawn Jamison skoraði 25 stig fyrir Washington. Detroit marði Houston 99-97, þrátt fyrir 43 stig frá Tracy McGrady, en bakverðirnir Chauncey Billups og Rip Hamilton voru báðir með 24 stig hjá Detroit sem hefur unnið 33 af 38 leikjum sínum í vetur og er með langbestan árangur allra liða í deildinni. Miami lenti í bullandi vandræðum með Sacramento á heimavelli sínum, en keyrði loks framúr í lokaleikhlutanum sem liðið vann 30-15 og lokatölur voru 119-99 fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 27 stig fyrir Miami en Peja Stojakovic var með 19 stig fyrir Sacramento. Seattle lagði Phoenix í ævintýralegum tvíframlengdum leik 152-149, en þetta er hæsta stigaskor í NBA leik í ellefu ár. Liðin settu NBA met með 32 þriggja stiga körfum í leiknum. Það var Ray Allen sem var hetja Seattle í leiknum því hann skoraði 42 stig og þar á meðal sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Skotið kom af hátt í tíu metra færi. Luke Ridnour skoraði 30 stig fyrir Seattle, en Shawn Marion skoraði 37 stig fyrir Phoenix og hirti 10 fráköst, Raja Belll skoraði 31 stig og Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 16 stoðsendingar. Dallas sigraði Portland í framlengingu 95-89. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig fyrir Dallas og Zach Randolph var með 23 stig og 11 fráköst hjá Portland. Eins og fram kom hér á Vísi í nótt, bar lið Los Angeles Lakers sigurorð af Toronto 122-104, þar sem Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir Lakers sem er það næstmesta í sögunni í NBA. Mike James var með 26 stig og 10 stoðsendingar hjá Toronto.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira