Sport

Honda er betra en Ferrari

Rubens Barrichello segir lið Honda betra en Ferrari-liðið sem hann yfirgaf í sumar
Rubens Barrichello segir lið Honda betra en Ferrari-liðið sem hann yfirgaf í sumar NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello sem nýverið gekk í raðir Honda-liðsins í Formúlu 1, segir að lið Honda sé sterkara en Ferrari í dag og það hafi orðið til þess að hann ákvað að skipta um lið í sumar.

"Mér hefði aldrei dottið í hug að fara frá Ferrari þegar liðið var í fremstu röð, en það sem hafði mikið að segja hjá mér var að mér finnst Honda vera með betra lið en Ferrari í dag," sagði fyrrum félagi Michael Schumacher hjá Ferrari.

Annars er það að frétta af liði Honda að hinum aðalökumanni liðsins, Jenson Button, hefur verið tjáð að hann verði að standa sig á næsta tímabili. Eddie Irvine var með skýr skilaboð til Button á dögunum.

"Button þarf að sanna sig á næsta tímabili. Hann þarf að sýna okkur hvort hann er maður til að keppa um titilinn, eða hvort hann ætlar að vera bílstjóri númer tvö allan sinn feril. Ég held að það sé einmitt fínt að fá mann eins og Barrichello inn í lið okkar núna, því hann getur gefið Button mjög góða hugmynd um hvar hann stendur," sagði fyrrum ökumaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×