Tölum ekki niður til barnanna 12. desember 2006 12:30 Máni Svavarsson þakkar velgengni Latabæjar vinsældir smáskífunnar Bing Bang sem komst í fjórða sæti breska smáskífulistans. MYND/Hörður „Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. . Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. .
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira