Tölum ekki niður til barnanna 12. desember 2006 12:30 Máni Svavarsson þakkar velgengni Latabæjar vinsældir smáskífunnar Bing Bang sem komst í fjórða sæti breska smáskífulistans. MYND/Hörður „Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. . Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Latibær slær nýtt met í hverri viku," segir Máni Svavarsson, lagahöfundur sjónvarpsþáttanna um Íþróttaálfinn og vini hans. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafnaði smáskífan Bing Bang í fjórða sæti breska smáskífulistans en engum íslenskum tónlistarmanni hefur tekist að koma hugarsmíð sinni svona hátt í fyrstu vikunni. Platan seldist í hundrað þúsund eintökum á einni viku og er því þegar komin með gullplötu upp á arminn en það er leikkonan unga, Julianna Rose Mauriello, sem syngur lagið. „Ég hef ekki enn áttað mig almennilega á þessu en þetta kemur auðvitað í beinu framhaldi af þeim frábæru viðtökum sem Latibær hefur fengið," útskýrir Máni. „Við höfðum heyrt af því fyrr í vikunni að hún gengi vel en þessi niðurstaða er framar öllum vonum," bætir Máni við en smáskífan fór beint í sjötta sætið fyrstu dagana og hélt síðan áfram að bæta við sig, jafnt og þétt. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að Latibær slær mörgum af helstu stórstjörnum poppheimsins við og nægir þar að nefna P. Diddy ásamt Christinu Aguilera með lagið Tell Me, Íslandsvininum Morrissey og nýjasta Bond-laginu sem Chris Cornell syngur. Þá hafði Gwen Stefani ekkert roð í Sollu og félaga en hún hafnaði í fimmta sæti listans með lagið Wind it Up. Máni segir að öll lög og textar séu unnin í nánu samstarfi við Magnús Scheving, skapara þáttanna, og Bing Bang er engin undantekning á þeirri reglu. „Lagið varð til fyrir leikritið Glanni glæpur í Latabæ árið 1999 sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu og ég man að það var tiltölulega stuttan tíma í smíðum," útskýrir Máni og viðurkennir síðan að hann hafi snemma haft það á tilfinningunni að þetta væri ágætis poppsmellur. Lagahöfundurinn segist hins vegar ekki setja sig í neinar sérstakar stellingar þótt hann sé að semja tónlist fyrir barnaþátt enda vilji hann fá alla fjölskylduna til að standa upp úr sófanum og dansa heima í stofu. „Ég held að það sé líka hluti af velgengninni hjá Latabæ, við tölum ekki niður til barnanna," segir Máni sem vill ekki meina að hann sé orðinn milljónamæringur þrátt fyrir þessar miklu vinsældir. „Það tekur yfirleitt lengri tíma fyrir peningana að byrja að tikka inn í kassann." Gwen Stefni varð að láta sér fimmta sætið að góðu verða með smáskífu sína Wind it up. . Julianna Rose Mauriello söng sig inn í hug og hjörtu breskra aðdáenda Latabæjar með laginu Bing Bang. .
Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira