Lífið

Burton tekur upp fyrir The Killers

The Killers. Brandon Flowers er söngvari hljómsveitarinnar The Killers.
The Killers. Brandon Flowers er söngvari hljómsveitarinnar The Killers.

Kvikmyndaleikstjórinn virti, Tim Burton, ætlar að leikstýra sínu fyrsta tónlistarmyndbandi. Verður það við lagið Bones með ensku rokksveitinni The Killers.

Í myndbandinu verða teiknaðar persónur auk þess sem hljómsveitin sjálf spilar lagið á tónleikum. Sérstæður stíll Burtons verður allsráðandi í myndbandinu, sem er í vinnslu um þessar mundir.

„Við hugsuðum með okkur: Væri ekki frábært ef Tim Burton myndi taka það upp?“ sagði bassaleikarinn Mark Stoermer um myndbandið.

tim burton Burton ætlar að leikstýra sínu fyrsta tónlistarmyndbandi. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES

„Við töluðum við aðstoðarmenn hans og eftir það sagðist hann vilja vinna með okkur, sem var stórkostlegt. Venjulega erum við með puttana í myndböndunum okkar en í þetta skiptið létum við Tim sjá algjörlega um þetta,“ sagði hann.

Tim Burton er þekktur fyrir myndir á borð við Edward Scissorhands, Batman, Sleepy Hollow og nú síðast Charlie and the Chocolate Factory. Hafa flestar mynda hans hlotið góða dóma gagnrýnenda og ágætis aðsókn í gegnum tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.