Lífið

Letterman áfram

Clinton í heimsókn. Spjallþáttastjórnandinn vinsæli verður fjögur ár til viðbótar hjá CBS.
Clinton í heimsókn. Spjallþáttastjórnandinn vinsæli verður fjögur ár til viðbótar hjá CBS.

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn David Letterman mun verða að minnsta kosti fjögur ár til viðbótar með þátt sinn, The Late Show.

Letterman hefur átt í samningaviðræðum við sjónvarpsstöðina CBS að undanförnu og mun að öllum líkindum skrifa undir samninginn innan skamms.

Letterman er einn launahæsti sjónvarpsmaðurinn í Bandaríkjunum með laun upp á rúmlega 2,2 milljarða króna á ári. Ætti hann því að eiga fyrir enn meira salti í grautinn þegar nýi samningurinn verður í höfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.