Mayweather skvetti vatni á andstæðing sinn 2. nóvember 2006 21:00 Floyd "Pretty Boy" Mayweather á erfitt verkefni fyrir höndum á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Það verður sannkallaður risabardagi á dagskrá í boxinu á Sýn á laugardagskvöld þegar hinn ósigraði Floyd Mayweather mætir argentínska öskubuskuævintýrinu Carlos Baldomir. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund, en Baldomir hefur unnið tvo mjög sterka boxara í síðustu tveimur bardögum sínum og hefur ekki tapað í átta ár. Mayweather hefur verið ósigrandi allan sinn feril en hefur undanfarið verið sakaður um að þora ekki að mæta hátt skrifuðum áskorendum sem óska þess að fá að berjast við hann. Hann sigraði síðast Zab Judah á stigum í bardaga sem sýndur var á Sýn, en þess bardaga var í raun helst minnst fyrir það að uppúr sauð milli horna hnefaleikaranna og voru öryggisverðir lengi að skakka leikinn. Baldomir sigraði þá Judah og Arturo Gatti mjög óvænt í síðustu tveimur viðureignum sínum og þó hann búi ekki yfir sömu náttúrulegu hæfileikum og Mayweather, er það greinilega enginn aukvisi á ferðinni. Mikið hefur verið ritað um þennan bardaga vestanhafs, en þó veðmangarar hallist að sigri Mayweather, vilja margir meina að hann eigi eftir að verða hnífjafn. Mayweather gerði sitt til að auka á dramatíkina í hringnum annað kvöld þegar hann skvetti vatni á andstæðing sinn á blaðamannafundi fyrir bardagann og litlu munaði að til slagsmála kæmi í kjölfarið. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur Sýnar fá óvænt tíðindi í beinni útsendingu á laugardagskvöld, en útsending hefst klukkan 2 eftir miðnætti. Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Það verður sannkallaður risabardagi á dagskrá í boxinu á Sýn á laugardagskvöld þegar hinn ósigraði Floyd Mayweather mætir argentínska öskubuskuævintýrinu Carlos Baldomir. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund, en Baldomir hefur unnið tvo mjög sterka boxara í síðustu tveimur bardögum sínum og hefur ekki tapað í átta ár. Mayweather hefur verið ósigrandi allan sinn feril en hefur undanfarið verið sakaður um að þora ekki að mæta hátt skrifuðum áskorendum sem óska þess að fá að berjast við hann. Hann sigraði síðast Zab Judah á stigum í bardaga sem sýndur var á Sýn, en þess bardaga var í raun helst minnst fyrir það að uppúr sauð milli horna hnefaleikaranna og voru öryggisverðir lengi að skakka leikinn. Baldomir sigraði þá Judah og Arturo Gatti mjög óvænt í síðustu tveimur viðureignum sínum og þó hann búi ekki yfir sömu náttúrulegu hæfileikum og Mayweather, er það greinilega enginn aukvisi á ferðinni. Mikið hefur verið ritað um þennan bardaga vestanhafs, en þó veðmangarar hallist að sigri Mayweather, vilja margir meina að hann eigi eftir að verða hnífjafn. Mayweather gerði sitt til að auka á dramatíkina í hringnum annað kvöld þegar hann skvetti vatni á andstæðing sinn á blaðamannafundi fyrir bardagann og litlu munaði að til slagsmála kæmi í kjölfarið. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur Sýnar fá óvænt tíðindi í beinni útsendingu á laugardagskvöld, en útsending hefst klukkan 2 eftir miðnætti.
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira