Vel heppnuð endurkoma Saunders 25. janúar 2006 14:23 Chauncey Billups hitti aðeins úr einu af sjö skotum í fyrri hálfleiknum gegn Minnesota, en tók öll völd á vellinum í þeim síðari. Hann endaði með 27 stig, þar af 6 þriggja stiga körfur. NordicPhotos/GettyImages Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira