Erlent

Abramovich í klemmu

Rússneski auðkýfingurinn, Roman Abramovich, gæti þurft að láta eiginkonu sína Irinu fá helming eigna sinna í skilnaðarmáli sem sagt er vera í uppsiglingu. Breska blaðið, News of the World, birti fréttir þessa efnis í gær og sagði ástæðu skilnaðarins vera framhjáhald Abramovich. Talsmenn hans vísuðu hins vegar fréttunum á bug í dag. Auðæfi Abramovich eru metin á tólf hundruð milljarða íslenskra króna en hann efnaðist á olíu- og málmvinnslu. Líklega er hann þó þekktastur fyrir að eiga enska knattspyrnuliðið Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×