Kemur Leifur sínum gömlu félögum til aðstoðar? 27. ágúst 2006 14:00 leifur sigfinnur Getur aðstoðað sína gömlu félaga í dag. MYND/Stefán Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í dag en þá klárast 15. umferð deildarinnar. FH tekur á móti Breiðablik í Kaplakrika en Valsmenn heimsækja Fylkismenn í Árbæinn. Verði úrslit leikjanna beggja hagstæð fyrir FH þá verða þeir Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. FH verður eðlilega að vinna sinn leik og á sama tíma þarf Valur að tapa stigum í Árbænum. Þjálfari Fylkis, Leifur Sigfinnur Garðarsson, getur því komið sínum gömlu félögum til hjálpar í dag en hann var aðstoðarþjálfari hjá FH áður en hann tók við Fylkisliðinu. Íslandsmeistararnir hafa hikstað örlítið síðustu vikur og fjögur stig í síðustu fjórum leikjum bera vitni um það. Miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson segir FH-inga staðráðna í að rífa sig upp í dag en hann leikur kveðjuleik sinn fyrir félagið í dag en hann hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. "Það væri náttúrulega frábært að kveðja sem meistari en þetta verður mjög erfiður leikur enda er Breiðablik að berjast fyrir lífi sínu," sagði Ármann Smári en hann á ekki von á því að FH leggi leikinn í dag upp neitt öðruvsi en í síðustu leikjum þótt ekki hafi gengið sem skyldi. "Það eina sem við ætlum að breyta er að vinna. Við höfum verið slakir í síðustu leikjum og ég kann eiginlega enga sérstaka skýringu á því af hverju það hafi verið. Við höfum ekki verið að skora nóg og vörnin hefur verið að misstíga sig einnig örlítið. Vonandi tekst okkur að stoppa upp í götin og sýna fólkinu hvað í okkur býr," sagði Ármann Smári Björnsson.- Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í dag en þá klárast 15. umferð deildarinnar. FH tekur á móti Breiðablik í Kaplakrika en Valsmenn heimsækja Fylkismenn í Árbæinn. Verði úrslit leikjanna beggja hagstæð fyrir FH þá verða þeir Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. FH verður eðlilega að vinna sinn leik og á sama tíma þarf Valur að tapa stigum í Árbænum. Þjálfari Fylkis, Leifur Sigfinnur Garðarsson, getur því komið sínum gömlu félögum til hjálpar í dag en hann var aðstoðarþjálfari hjá FH áður en hann tók við Fylkisliðinu. Íslandsmeistararnir hafa hikstað örlítið síðustu vikur og fjögur stig í síðustu fjórum leikjum bera vitni um það. Miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson segir FH-inga staðráðna í að rífa sig upp í dag en hann leikur kveðjuleik sinn fyrir félagið í dag en hann hefur samið við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. "Það væri náttúrulega frábært að kveðja sem meistari en þetta verður mjög erfiður leikur enda er Breiðablik að berjast fyrir lífi sínu," sagði Ármann Smári en hann á ekki von á því að FH leggi leikinn í dag upp neitt öðruvsi en í síðustu leikjum þótt ekki hafi gengið sem skyldi. "Það eina sem við ætlum að breyta er að vinna. Við höfum verið slakir í síðustu leikjum og ég kann eiginlega enga sérstaka skýringu á því af hverju það hafi verið. Við höfum ekki verið að skora nóg og vörnin hefur verið að misstíga sig einnig örlítið. Vonandi tekst okkur að stoppa upp í götin og sýna fólkinu hvað í okkur býr," sagði Ármann Smári Björnsson.-
Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira