Lífið

Survivor veldur deilum

survivor Þrettánda þáttaröð Survivor verður tekin til sýninga þann 14. september í Bandaríkjunum.
survivor Þrettánda þáttaröð Survivor verður tekin til sýninga þann 14. september í Bandaríkjunum. MYND/AP

Yfirvöld í New York-borg vilja að hætt verði við sýningar á þrettándu þáttaröð af raunveruleikaþættinum vinsæla Survivor. Ástæðan er ákvörðun stjórnenda þáttarins að skipta þátttakendunum í fjögur lið eftir kynþætti þeirra.

Efnt var til mótmælagöngu í gær fyrir utan höfuðstöðvar CBS sem framleiðir þættina og þess krafist að þátturinn líti aldrei dagsins ljós. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá í Bandaríkjunum 14. september.

Samtök spænskættaðra Bandaríkjamanna hafa m.a. gagnrýnt stjórnendur þáttarins og segja þáttinn fullan af kynþáttafordómum.

Stjórnendur CBS hafa svarað gagnrýninni og segjast hafa fulla trú á því að framleiðendur þáttarins muni taka hann upp á ábyrgan hátt. Bættu þeir því við að þeir hefðu gert sér fulla grein fyrir því hversu umdeild þessi breyting á þættinum gæti orðið. Nýja þættirnir verða teknir á Cook-eyjum í Suður-Kyrrahafi. Þar munu tuttugu þátttakendur berjast um eina milljón dollara, eða tæpar 70 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.