Erfið staða Skagamanna 11. ágúst 2006 10:00 Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins. Íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Skagamenn eiga fyrir höndum nokkuð erfiðan lífróður í Landsbankadeild karla eftir að hafa uppskorið aðeins eitt stig gegn viðureign sinni gegn Val í gær. Úrslit annarra leikja voru þeim þar að auki ekki í hag. Matthías Guðmundsson kom gestunum yfir í fyrri hálfleik en Bjarni Guðjónsson jafnaði metin í þeim síðari og þar við sat. Rok og rigning tók á móti áhorfendum og leikmönnum á Akranesvelli í gær og voru aðstæður fyrir skemmtilegan knattspyrnuleik ekkert sérlega lofandi. En úr varð hin mesta skemmtun enda Skagamenn ólmir í að laga stöðu sína í deildinni og koma sér frá fallsvæðinu. Valsmenn skoruðu fyrst er þeir hreinsuðu eftir horn og sendu langa sendingu fram á Matthías Guðmundsson, sem stakk varnarmenn ÍA af og skoraði örugglega framhjá Bjarka Frey Guðmundssyni. Skagamenn létu dómgæsluna fara mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleik og uppskáru fyrir vikið tvö gul spjöld. Erlendur Eiríksson var líka duglegur að dæma á brotin og dæmdi alls 21 aukaspyrnu í fyrri hálfleik, sem þykir í meira lagi. Á 54. mínútu dró aftur til tíðinda. Bjarki Gunnlaugsson átti eitraða sendingu inn á Bjarna Guðjónsson, sem hristi af sér einn varnarmann Vals og skoraði með föstu skoti innan teigs. Bjarni lék á miðju ÍA í gær í fjarveru Igor Pesic sem var í banni og skilaði það þessum árangri. Skagamenn urðu öllu fjörlegri eftir markið en Valsmenn létu ekki sitt eftir liggja. Bæði lið gerðust mjög sókndjörf eftir markið og áttu nokkrar efnilegar sóknir án þess þó að takast að tryggja sínum liði sigur í leiknum. Úrslitin verða að teljast nokkuð sanngjörn þar sem Skagamönnum tókst að rétta úr kútnum eftir heldur slakan fyrri hálfleik. Þeir máttu reyndar prísa sig sæla að hafa ekki fengið á sig annað mark undir lok leiksins þegar Valsmenn sóttu stíft. Grétu Skagamenn sjálfsagt að fá ekki öll þrjú stigin í leiknum þar sem staða liðsins er orðin ansi erfið eftir úrslit gærkvöldsins.
Íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira