Langþráður sigur Grindvíkinga 11. ágúst 2006 15:00 fín endurkoma Óli Stefán snéri aftur og skoraði. Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur. Íþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur.
Íþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki