Skautasvell verður opnað á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavíkur klukkan hálffimm í dag. Að því standa Tryggingamiðstöðin sem fagnar 50 ára afmæli sínu í dag og Reykjavíkurborg. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Óskar Magnússon, forstjóri TM munu flytja ávörp, klippa á borða og opna svellið. Því næst mun brassband leika tónlist og stúlkur frá Skautafélagi Reykjavíkur sýna listir sínar.

