Veigar Páll framlengdi samninginn við Stabæk 9. ágúst 2006 15:00 veigar páll gunnarsson Fagnar hér einu marka sinna í sumar ásamt liðsfélögum sínum en hann er fyrir miðri mynd. MYND/scanpix Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við. Íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við.
Íþróttir Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira