Lífið

Sakbitið myndasafn

Sakbitinn á svipinn en sýknaður þó
Ein frægasta ljósmyndin af ruðnings­kappanum O.J. Simpson.
Sakbitinn á svipinn en sýknaður þó Ein frægasta ljósmyndin af ruðnings­kappanum O.J. Simpson.

Hvað eiga Frank Sinatra og 50 Cent sameiginlegt með Al Capone, Martin Luther King, Sid Vicious og Jósef Stalín? Þá er alla að finna í bókinni Under Arrest sem geymir 350 glæpamannamyndir, sem verðir laganna hafa tekið af viðkomandi einstaklingum þegar grunur lék á óhreinu mjöli í pokahorni þeirra.

Í tilkynningu frá breska forlaginu Granta, sem gefur bókina út, er hún sögð veita áhrifamikla innsýn í líf fólks sem álpaðist yfir á öfugan vegarhelming eða var grunað um græsku að ógleymdum þeim bíræfnu glæpamönnum sem seinna var sannað að höfðu brotið af sér, hvort sem það brot var fjöldamorð eða of hraður akstur.

Þetta áleitna myndasafn ítalska blaðamannsins Giacomo Papi segir sögu tuttugustu aldarinnar á óvenjulegan en eftirminnilegan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.