Erlent

Þjóðarsorg í Póllandi

Þjóðarsorg ríkir í Póllandi eftir að sextíu og sjö manns létu lífið þegar þak sýningarhallar hrundi á fimm hundruð manns á laugardagskvöld. Pólverjar frá Katowice, sem búsettir eru hér á landi, segja að sýningarhöllin hafi augljóslega verið illa hönnuð.

Í morgun voru björgunarmenn enn að leita í rústunum, en engin von er þó talin til að nokkur finnist þar á lífi. Þarna voru áhugamenn um dúfur á alþjóðlegri ráðstefnu, um sjö þúsund manns þegar mest var. Óvenju fáir voru inn í sýningarhöllinni þegar þakið hrundi á laugardagskvöld.

dag mátti sjá fólk hreinsa snjó af þökum húsa í nágrenni sýningarhallarinnar. Rannsókn beinist nú einkum að því hvort þakefnið hafi ekki þolað hitamuninn sem varð í frostinu á laugardag, þegar sýningarhöllin var upphituð - og 500 manns voru inni að ræða um áhugamál sitt, dúfnarækt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×