Þriðju umferð ensku 1. deildarinnar lauk í gær með leik Crystal Palace og Leeds. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Clinton Morrison í viðbótartíma. Leeds lék manni færri frá 15. mínútu en þá fékk Geoff Horsfield að líta rauða spjaldið. Það var því ansi svekkjandi fyrir leikmenn liðsins að fá þetta mark á sig þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma.
Eftir þrjár umferðir er Crystal Palace eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki og er því á toppi deildarinnar. Burnley, Plymouth, Cardiff og Birmingham koma þar á eftir en öll þau lið hafa hlotið sjö stig.