Einn með gítarinn 21. desember 2006 11:00 Birgir Örn Steinarsson er hann var staddur í Barcelona á dögunum. Hann spilar í Hljómalind í kvöld. Mynd/Ricardo Gosalbo Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tónleika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sólóplötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svolítið tregur við að gera þetta," segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hugmynd að flytja lögin einn," segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveitinni og halda útgáfutónleika á litlum stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi," segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótunum úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plötuna sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira