Bræðralag blúsaranna 18. desember 2006 12:30 Skemmtileg blúskvöld eru nú haldin á Classic Rock á mánudagskvöldum. fréttablaðið/vilhelm Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira