Bræðralag blúsaranna 18. desember 2006 12:30 Skemmtileg blúskvöld eru nú haldin á Classic Rock á mánudagskvöldum. fréttablaðið/vilhelm Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira