Sérþarfir stjarnanna og stíf gæsla 30. nóvember 2006 16:30 Sissel Kyrkjebo er mjög vinsæl hér á landi og syngur ásamt þeim Ragnhildi Gísladóttur og Eyvör Pálsdóttur. „Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost. Fyrirtækið hefur veg og vanda af einhverjum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, Frostrósir: Evrópskar Dívur en þeir verða í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. desember. Í engu verður sparað þegar þær Petula Clark og Sissel Kyrkjebo stíga á sviðið ásamt fjölda annarra söngkvenna því hátt í fimm hundruð starfsmenn koma að þessum tónleikum á einn eða annan hátt. Samúel hefur verið á fleygiferð að undanförnu enda syngja sumar stjörnurnar ekki í hvaða míkrafóna sem er og þá þarf að útvega. „Gríska söngkonan Eleftheria Arvanitaki hefur kannski gert hvað mestu kröfurnar enda er hún ef til vill langvinsælust af þeim öllum þótt við Íslendingar könnumst ekki mikið við hana,“ segir Samúel. Kostnaðurinn við tónleikana er gríðarlegur og nemur veltan í kringum verkefnið um hundrað milljónir. „Sviðsetningin ein kostar í kringum þrjátíu milljónir enda verður þetta að standast alþjóðleg gæði hvað umgjörð varðar,“ segir Samúel en dívurnar syngja síðan í sérstakri sjónvarpsútsendingu frá Hallgrímskirkju sem verður sýnd til fjölda Evrópulanda. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost. Fyrirtækið hefur veg og vanda af einhverjum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, Frostrósir: Evrópskar Dívur en þeir verða í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. desember. Í engu verður sparað þegar þær Petula Clark og Sissel Kyrkjebo stíga á sviðið ásamt fjölda annarra söngkvenna því hátt í fimm hundruð starfsmenn koma að þessum tónleikum á einn eða annan hátt. Samúel hefur verið á fleygiferð að undanförnu enda syngja sumar stjörnurnar ekki í hvaða míkrafóna sem er og þá þarf að útvega. „Gríska söngkonan Eleftheria Arvanitaki hefur kannski gert hvað mestu kröfurnar enda er hún ef til vill langvinsælust af þeim öllum þótt við Íslendingar könnumst ekki mikið við hana,“ segir Samúel. Kostnaðurinn við tónleikana er gríðarlegur og nemur veltan í kringum verkefnið um hundrað milljónir. „Sviðsetningin ein kostar í kringum þrjátíu milljónir enda verður þetta að standast alþjóðleg gæði hvað umgjörð varðar,“ segir Samúel en dívurnar syngja síðan í sérstakri sjónvarpsútsendingu frá Hallgrímskirkju sem verður sýnd til fjölda Evrópulanda.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira