Tónlist

Stones tekjuhæstir

Rokkararnir hafa aldrei verið vinsælli þrátt fyrir að aldurinn sé farinn að færast yfir.
Rokkararnir hafa aldrei verið vinsælli þrátt fyrir að aldurinn sé farinn að færast yfir.

Tónleikaferð bresku rokkaranna í The Rolling Stones, A Bigger Bang, er tekjuhæsta tónleikaferð sögunnar að sögn bandaríska tímaritsins Billboard.

Síðan í ágúst á síðasta ári hefur hljómsveitin náð inn rúmum þrjátíu milljörðum króna. Alls hafa tónleikarnir verið 110 og áhorfendur 3,5 milljónir.

Írska hljómsveitin U2 átti fyrra metið yfir aðsóknarmestu tónleikaferðina. Náði Vertigo-túrinn inn um 26 milljörðum króna.

Ýmislegt hefur gengið á hjá Stones meðan á tónleikaferðinni hefur staðið. Gítarleikarinn Keith Richards féll úr tré á Fiji-eyjum og fór í heilaskurðaðgerð, auk þess sem söngvarinn Mick Jagger hefur átt við barkabólgu að stríða. Mörgum tónleikum hefur verið frestað af þessum sökum en það virðist ekki hafa haft áhrif á aðsóknartölur. Auk þess varð Jagger fyrir áfalli þegar faðir hans, Joe, lést fyrir tveimur vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×