Tónað inn í aðventu á Melum 18. nóvember 2006 16:30 Sinfóníuhljómsveit æskunnar flytur nýtt tónverk eftir Tryggva Baldvinsson á miðvikudag í Neskirkju. Kirkjur landsins eru í vaxandi mæli teknar að vera skjól listafólki vikurnar fyrir aðventu og á aðventunni sjálfri, rétt eins og listasamfélagið vilji eyða svartasta myrkrinu fyrir skemmstan dag. Þannig verður átak í Neskirkju vestur á Melum og hefst í dag. Tónlistarhátíð Neskirkju „Tónað inn í aðventu“ er nú haldin í þriðja sinn. Markmið hátíðarinnar er að listamenn sem tengjast kirkjunni eða vesturbæ á einhvern hátt hafi vettvang til að koma fram undir einum hatti en einnig er markmiðið að setja á fót listahátíð vesturbæjar með aðsetur í Neskirkju þar sem ungir og aldnir sýni afrakstur vinnu sinnar. Enn er tónlistin allsráðandi og þetta árið verður boðið upp á níu tónleika í kirkjunni og er það fjölgun frá því í fyrra. Fyrstu tónleikarnir verða í dag kl. 13 og eru sameiginlegir milli nokkurra hópa í Vesturbæ en það er Tónskóli DoReMi, skólahljómsveit Vesturbæjar og barnakórar Neskirkju og Dómkirkju. Á morgun kl. 17 er komið að barrokktónlist Biber- tríósins sem vakið hefur athygli fyrir vandaðan flutning á tónlist sem aldrei heyrist hér á landi annars. Martin Frewer fiðluleikari, Dean Ferrel bassaleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari, halda sína árlegu tónleika á tónlistarhátíð Neskirkju. Gestur á tónleikunum verður Sigurður Halldórsson sellóleikari. Flutt verða verk eftir Locatelli, Valentini, Biber, Schmelzer og meistara Bach en öll eru þetta tónskáld barrokktímans. Biber-tríóið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlistarflutning sinn og lét tónlistargagnrýnandi Ríkisútvarpsins þau orð fjalla um tónleika tríósins fyrir ári að hann hefði aldrei heyrt Biber eins vel leikinn. Meðlimir tríósins eru einnig duglegir að grafa upp tónlist sem sjaldan er flutt og eru að öllum líkindum flest stykkin frumflutt á Íslandi á þessum tónleikum. Einnig er leikið sér með hljóðfærin og prófað nýstárlegar hljóðfæraskipanir. Á miðvikudag kl. 20.00 er svo komið að Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Þau munu flytja sinfóníu nr. 40 í g-moll eftir W. A. Mozart ásamt konsert fyrir selló og hljómsveit eftir J. Haydn. Auk þess verður flumflutt verk eftir Tryggva Baldvinsson sem kallast Sprint. Einleikari á tónleikunum verður Margrét Árnadóttir. Pamela De Sensi flautuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari leika fjölbreytta tónlist í nýja safnaðarheimilinu í Neskirkju á fimmtudagskvöldinu kl. 20.30. Þar koma einnig fram leikarar sem er mikið gleðiefni því eitt af markmiðum „Tónað inn í aðventu“ er að leiklist komi meira inn. Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kirkjur landsins eru í vaxandi mæli teknar að vera skjól listafólki vikurnar fyrir aðventu og á aðventunni sjálfri, rétt eins og listasamfélagið vilji eyða svartasta myrkrinu fyrir skemmstan dag. Þannig verður átak í Neskirkju vestur á Melum og hefst í dag. Tónlistarhátíð Neskirkju „Tónað inn í aðventu“ er nú haldin í þriðja sinn. Markmið hátíðarinnar er að listamenn sem tengjast kirkjunni eða vesturbæ á einhvern hátt hafi vettvang til að koma fram undir einum hatti en einnig er markmiðið að setja á fót listahátíð vesturbæjar með aðsetur í Neskirkju þar sem ungir og aldnir sýni afrakstur vinnu sinnar. Enn er tónlistin allsráðandi og þetta árið verður boðið upp á níu tónleika í kirkjunni og er það fjölgun frá því í fyrra. Fyrstu tónleikarnir verða í dag kl. 13 og eru sameiginlegir milli nokkurra hópa í Vesturbæ en það er Tónskóli DoReMi, skólahljómsveit Vesturbæjar og barnakórar Neskirkju og Dómkirkju. Á morgun kl. 17 er komið að barrokktónlist Biber- tríósins sem vakið hefur athygli fyrir vandaðan flutning á tónlist sem aldrei heyrist hér á landi annars. Martin Frewer fiðluleikari, Dean Ferrel bassaleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari, halda sína árlegu tónleika á tónlistarhátíð Neskirkju. Gestur á tónleikunum verður Sigurður Halldórsson sellóleikari. Flutt verða verk eftir Locatelli, Valentini, Biber, Schmelzer og meistara Bach en öll eru þetta tónskáld barrokktímans. Biber-tríóið hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónlistarflutning sinn og lét tónlistargagnrýnandi Ríkisútvarpsins þau orð fjalla um tónleika tríósins fyrir ári að hann hefði aldrei heyrt Biber eins vel leikinn. Meðlimir tríósins eru einnig duglegir að grafa upp tónlist sem sjaldan er flutt og eru að öllum líkindum flest stykkin frumflutt á Íslandi á þessum tónleikum. Einnig er leikið sér með hljóðfærin og prófað nýstárlegar hljóðfæraskipanir. Á miðvikudag kl. 20.00 er svo komið að Sinfóníuhljómsveit unga fólksins undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Þau munu flytja sinfóníu nr. 40 í g-moll eftir W. A. Mozart ásamt konsert fyrir selló og hljómsveit eftir J. Haydn. Auk þess verður flumflutt verk eftir Tryggva Baldvinsson sem kallast Sprint. Einleikari á tónleikunum verður Margrét Árnadóttir. Pamela De Sensi flautuleikari og Rúnar Þórisson gítarleikari leika fjölbreytta tónlist í nýja safnaðarheimilinu í Neskirkju á fimmtudagskvöldinu kl. 20.30. Þar koma einnig fram leikarar sem er mikið gleðiefni því eitt af markmiðum „Tónað inn í aðventu“ er að leiklist komi meira inn.
Menning Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira