Sakamálin á svið 4. nóvember 2006 11:30 „Sakamál á svið“ Verk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann var valið til sýninga í Borgarleikhúsinu. MYND/Hörður Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín. Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikskáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann var hlutskörpust í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron, „Sakamál á svið“ en verðlaun voru veitt á dögunum. Alls voru sex verk valin úr hópi þrjátíu og einnar hugmyndar að sakamálaleikverkum sem send voru inn í keppnina en höfundar þessara sex verka fengu fjóra mánuði til að fullvinna þau. Nefnd, skipuð Bjarna Jónssyni leikskáldi, Guðjóni Pedersen leikhússtjóra, Jóhannesi Helgasyni menningarfulltrúa Spron, Jórunni Sigurðardóttur útvarpskonu og Steinunnar Knútsdóttur, listræns ráðunauts Borgarleikhússins, valdi síðan þrjú verðlaunaverk. Vinningsverkið fer á fjalir Borgarleikhússins á næsta leikári og útvarpsleikhúsið tekur annað verk til flutnings. Hin fjögur verkin verða leiklesin í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöldum í nóvember og eru allir velkomnir á lestrana. Útvarpsleikhúsið mun í samstarfi við Borgarleikhúsið taka upp lestrana og gefa þá út á svokölluðu „podcast“ en það er frítt niðurhal af vefnum beint á mp3 spilara. Í umsögn dómnefndarinnar kom fram að verk Þórdísar Elvu, „Fýsn“, væri vel skrifað leikverk, viðfangsefni þess „viðkvæmt en textinn spennandi og áleitinn og á ýmsan hátt afar heillandi“. Þar væri enn fremur á ferð „þroskað spennuverk sem býður upp á flókna og spennandi fléttu og fullburða persónur“. Í öðru sæti hafnaði leikritið Net eftir Guðmundur Brynjólfsson leikhúsfræðing en í því þriðja verk Jóns Halls Stefánssonar, Mótleikur, en það verður flutt í Útvarpsleikhúsinu þegar fram líða stundir. Auk þeirra hlutu mæðginin Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og Jónína Leósdóttir leikskáld, Guðmundur Kr. Oddsson leikskáld og nemi, og leiklistarneminn Snæbjörn Brynjarsson viðurkenningu fyrir verk sín.
Menning Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira