Lífið

Baggalútur 5 ára

baggalútur Frétta- og samfélagsrýnivefurinn baggalutur.is er orðinn fimm ára gamall.
baggalútur Frétta- og samfélagsrýnivefurinn baggalutur.is er orðinn fimm ára gamall.

Frétta- og samfélagsrýnisvefurinn baggalutur.is sneri aftur eftir sumarfrí síðastliðinn fimmtudag.

Vefurinn hefur tekið nokkrum breytingum í tilefni af fimm ára afmæli Baggalúts en fyrsta fréttin birtist á vefnum í september árið 2001. Voru fréttirnar í gær orðnar 3530 talsins.

Þetta er orðið uppfærsluvænna. Þetta verður einfaldara og einfaldara með hverju árinu, segir Bragi Baggalútur. Þarna eru inni liðir sem hafa vakið lukku. Við erum byrjaðir aftur með þrífarana. Það var mikið kvartað þegar þeir hurfu á braut, segir Bragi. Kannski dettur síðan inn eitt og eitt kvæði.

Að sögn Braga byrjuðu þeir félagar að dunda sér við síðuna fyrir fimm árum til að æfa sig í vefsíðugerð. Við vorum að senda þetta á milli okkar og svo komst fólk í þetta, segir hann.

Bragi býst ekki við neinni flugeldasýningu í tilefni afmælisins. Það er spurning með 200 metra köku, eða kannski fimm metra, segir hann og hlær. Ef menntamálaráðuneytið sér ástæðu til að heiðra okkur þá mætum við kannski á svæðið og líka ef forsetinn býður okkur í kaffi.

Næst á dagskrá hjá Baggalúti er að fara á tónlistarhátíð þann 21. þessa mánaðar í Berlín. Fyrir algjöra tilviljun ákváðu einhverjir Þjóðverjar að velja Baggalút sem fulltrúa Íslands á þessa hátíð. Það er næst á dagskrá en við eigum í mestu vandræðum með að fara þarna út. Við mætum samt með hattana og góða skapið meðferðis, segir Bragi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.