Lífið

Jazzhefð í borgarlífinu

Kristján Kristjánsson Stígur á stokk í kvöld og syngur lög trompetleikarans og jazzsöngvarans Chet Baker.
Kristján Kristjánsson Stígur á stokk í kvöld og syngur lög trompetleikarans og jazzsöngvarans Chet Baker.

Komið er að því að lokahljómurinn verði sleginn í jazztónleikaröðinni á Jómfrúnni sem er orðin fastur liður í tónlistarlífi margra borgarbúa. Tónlistarmaðurinn kuni KK stígur á stokk í kvöld og flytur tónlist sem tengist jazzaranum Chet Baker.

„Þetta er búið vera frábært sumar,“ segir Sigurður Flosasson saxófónleikari og einn af aðstandendum Jazz tónleikaröðinni á Jómfrúnni í sumar. Þetta er ellefta sumarið sem tónleikaröðin fer fram og er Sigurður sérstaklega ánægður með viðtökur borgarbúa þetta sumarið. „Það er mjög mikið sama fólkið sem mætir á hverju einustu tónleika en það er líka alltaf að bætast í hópinn. Þetta er eiginlega að verða einskonar klassík í borgarlífinu“ Tónleikarnir fara ýmist fram inná Jómfrúnni eða á torgina á bak við staðinn ef veður leyfir og þá eru það margir sem safnast saman til að njóta tónlistarinnar undir berum himni.

Í kvöld verða haldnir tólftu og síðust tónleikar í röðinni. Að þessu sinni mun hinn góðkunni tónlistarmaður K.K eða Kristján Kristjánsson stíga á stokk. „Við reynum að vera alltaf að vera með eitthvað öðruvísi lokaatriði og í þetta sinn ákváðum við biðja Kristján um að leggja okkur lið og sýna á sér óvanalega hlið enda er hann ekki þekktur fyrir að spila jazz tónlist,“ segir Sigurður en Kristján mun syngja jazzlög sem tengjast trompetleikaranum og söngvaranum Chet Baker.

„Chet Baker er einn af mínum uppáhaldssöngvurum og raddsvið hans er mjög líkt mínu. Þess vegna langaði mér að syngja lög eftir hann,“ segir Kristján. Tónleikarnir leggjast ljómandi vel í hann og segist hann ekki vera með neina fasta tónlistastefnu þegar hann er spurður að því hvernig það sé að syngja jazzlög. „Ég er mikið fyrir að breyta til að gera það sem mér finnst skemmtilegt hverju sinni. Þetta verður gaman.“ Kristján segist líka hafa heillast af skærri rödd Chet Baker og krakkar jafn sem fullorðnir hafa gaman af honum. „Hann er eins konar Keith Richards gamla tímans. Eiturlyjfaneitandi og frábær tónlistarmaður.“

Með Kristjáni leika Sigurður Flosasson á saxófón, Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og standa til 18 og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.