Innlent

Íslendingar kusu Magna fyrir þrjár milljónir

MYND/Hrönn

Íslendingar sendu SMS-skilaboð í símakosningum úrslitaþáttar Rockstar: Supernova fyrir tæplega þrjár millljónir króna, en eins og kunnugt er var Magni Ásgeirsson þar meðal keppenda. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir einnig að um sé að ræða langstærstu SMS-kosningu sem hefur farið fram hér á landi en búast megi við að í það minnsta tvöfalt fleiri hafi kosið á Netinu. Segir enn fremur í fréttinni að þátturinn hafi ekki einungis skilað framleiðendum tekjum því Söluskálinn á Borgarfirði eystri, heimabæ Magna, selji nú boli og diskamottur merktar goðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×