Lífið

Handverksrúnturinn

Handverksbílinn selur tól og íhluti fyrir handverksfólk
Handverksbílinn selur tól og íhluti fyrir handverksfólk

Glöggir ferðamenn hafa án efa tekið eftir óvenjulegu ökutæki sem nú þeysir um þjóðveginn. Handverksbíllinn er rækilega merktur og vekur víða furðu en þar er á ferðinni þjónustubifreið fyrir staðbundið handverksfólk. Bíllinn minnir um margt á gömlu kaupfélagsbílana sem keyrðu um sveitir landsins hér á árum áður og má því segja að Handverkshúsið færi okkur aftur gömlu steminguna í bæinn.

Í bílnum eru vélar og verkfæri til steinavinnslu, silfur­smíði, tréútskurðar og trérennslis; klukkur, íhlutir, borar og margt fleira fyrir handverksfólk.

Þorsteinn Eyfjörð, eigandi verslunarinnar Handverkshúsið, segir að bíllinn sé kærkomin þjónusta við ört vaxandi hóp handverksfólks sem geti keypt vörur beint úr bílnum á sínu eigin hlaði ef því er að skipta.

Handverksbíllinn hefur rúntað um Suðurlandið undanfarið en nú er stefnan tekin austur og síðan norður þar sem sumarferð hans endar á Handverkssýningunni á Hrafnagili í Eyjafirði. Frekari upplýsingar má finna hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×