Ferdinand afgreiddi Liverpool 23. janúar 2006 00:01 Sigurmarkið: Rio Ferdinand sést hér stanga boltann glæsilega inn í mark Liverpool á síðustu mínútu leiksins í gær. Jose Reina var með fingurna í boltanum en skallinn var einfaldlega of fastur. Fréttablaðið/Getty Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira
Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Sjá meira