Kjarnorkuráðstefna í uppnámi 2. maí 2005 00:01 Ráðstefna utanríkisráðherra aðildarlanda NPT-sáttmálans um kjarnorkuafvopnun sigldi eiginlega í strand áður en hún hófst. Deilt er um hvort sé mikilvægara: að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjarnavopn eða að fækka þeim vopnum sem til eru. Um þrjátíu þúsund kjarnaoddar eru til í heiminum og hefur þeim fjölgað fremur en fækkað síðustu árin, þvert á markmið sáttmálans. Sáttmálinn sem um ræðir er frá árinu 1970 og er því orðinn 35 ára gamall. 188 lönd eiga aðild að sáttmálanum og samkvæmt honum mega aðeins Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland og Bretland eiga kjarnavopn. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst áhyggjum af trúverðugleika sáttmálans, nú þegar Indland og Pakistan, sem eiga kjarnavopn, eru ekki aðilar að sáttmálanum, né heldur Ísrael, sem sagt er eiga kjarnavopn þó að það hafi aldrei viðurkennt það opinberlega. Þá hætti Norður-Kórea við að mæta á ráðstefnuna. Bandaríkjamenn vilja að aðaláherslan verði lögð á að stöðva þróun kjarnavopna í Íran og Norður-Kóreu en fulltrúar fjölmargra annarra ríkja sem mættir eru vilja hins vegar ræða hversu hægt gengur hjá Bandaríkjamönnum og Rússum að fækka sínum kjarnavopnum. Hvort ríki um sig er talið eiga 7.000-8.000 virka kjarnaodda. Þar að auki eiga Bandaríkin 3.000-5.000 odda í geymslu og Rússar um 8.000. Kínverjar eru sagðir eiga rúmlega 400 kjarnaodda, Frakkar 346 og Bretland 185. Indverjar eiga um 40 stykki og Ísraelar eru taldir eiga um 200 kjarnaodda. Ráðherrarnir hafa þó tæpan mánuð til að komast að niðurstöðu því ráðstefnunni lýkur ekki fyrr en 27. maí. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Ráðstefna utanríkisráðherra aðildarlanda NPT-sáttmálans um kjarnorkuafvopnun sigldi eiginlega í strand áður en hún hófst. Deilt er um hvort sé mikilvægara: að koma í veg fyrir að fleiri ríki eignist kjarnavopn eða að fækka þeim vopnum sem til eru. Um þrjátíu þúsund kjarnaoddar eru til í heiminum og hefur þeim fjölgað fremur en fækkað síðustu árin, þvert á markmið sáttmálans. Sáttmálinn sem um ræðir er frá árinu 1970 og er því orðinn 35 ára gamall. 188 lönd eiga aðild að sáttmálanum og samkvæmt honum mega aðeins Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland og Bretland eiga kjarnavopn. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst áhyggjum af trúverðugleika sáttmálans, nú þegar Indland og Pakistan, sem eiga kjarnavopn, eru ekki aðilar að sáttmálanum, né heldur Ísrael, sem sagt er eiga kjarnavopn þó að það hafi aldrei viðurkennt það opinberlega. Þá hætti Norður-Kórea við að mæta á ráðstefnuna. Bandaríkjamenn vilja að aðaláherslan verði lögð á að stöðva þróun kjarnavopna í Íran og Norður-Kóreu en fulltrúar fjölmargra annarra ríkja sem mættir eru vilja hins vegar ræða hversu hægt gengur hjá Bandaríkjamönnum og Rússum að fækka sínum kjarnavopnum. Hvort ríki um sig er talið eiga 7.000-8.000 virka kjarnaodda. Þar að auki eiga Bandaríkin 3.000-5.000 odda í geymslu og Rússar um 8.000. Kínverjar eru sagðir eiga rúmlega 400 kjarnaodda, Frakkar 346 og Bretland 185. Indverjar eiga um 40 stykki og Ísraelar eru taldir eiga um 200 kjarnaodda. Ráðherrarnir hafa þó tæpan mánuð til að komast að niðurstöðu því ráðstefnunni lýkur ekki fyrr en 27. maí.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira