Lífið

Ein besta Glastonbury-hátíðin

Þrátt fyrir að þurft hafi að dæla yfir þremur milljónum lítra af vatni og drullu af svæðinu lýsa aðdáendur Glastonbury-hátíðarinnar í Bretlandi þeirri í ár sem einni af bestu frá upphafi.  Michael Eavis, stofnandi Glastonbury, segir að þrátt fyrir ákaflega léleg skilyrði virðist sem stemningin hafi aldrei verið meiri en þetta var í þrítugasta og fimmta skipti sem hátíðin er haldin. Talið er að yfir 120 þúsund manns hafi verið á staðnum þegar mest var, sem er met, en þrátt fyrir það segir lögreglan Glastonbury-hátíð þessa aldrei hafa farið jafn vel fram. Næsta hátíð verður haldin árið 2007.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.