Innlent

Frumvarp um lax- og silungsveiði

Landbúnaðarráðherra leggur fram á komandi haustþingi nýtt frumvarp til laga um lax- og silungsveiði. Markmið laganna er að kveða á um eignarhald veiðiréttar í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna í ferskvatni og verndun þeirra. Ákvæði laganna gilda um alla veiði úr ferskvatnsfiskstofnum á íslensku forráðasvæði. Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði til að endurskoða gildandi löggjöf um lax- og silungsveiði hefur unnið drög að frumvarpi sem varða þennan málaflokk. Á heimasíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að gildandi lög um lax- og silungsveiði séu frá árinu 1970, en stofn þeirra megi rekja allt aftur til ársins 1932. Ljóst er að á þeim tíma sem liðinn er frá gildistöku laganna hefur margt breyst í umhverfi veiðimála hérlendis sem geri heildarendurskoðun nauðsynlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×