Snaggaralegur í borgarumferðinni 15. apríl 2005 00:01 Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum. Bílar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nýr Mercedes-Benz A-Class hefur stækkað talsvert frá fyrirrennaranum. Því er hér á ferðinni afar rúmgóður bíll að innan þótt hann sé nettur á velli. Pláss fyrir ökumann og framsætisfarþega er yfirdrifið og aftur í er líka nóg pláss fyrir fætur fullorðinna þótt framsætin séu í góðri stöðu fyrir þá sem þau verma. Reynsluekið var fimm dyra beinskiptum A150-bíl sem er með 95 hestafla 1.500 vél og reyndist hann einstaklega lipur og skemmtilegur. Hann liggur vel á vegi og í raun er alls engin smábílatilfinning yfir því að aka honum, fyrir utan auðvitað þægindin sem felast í að vera á nettum bíl í innanbæjarakstri. Aflið í bílnum var einnig ágætt. Einn kostur bílsins er hversu hátt er setið í honum. Útsýni verður því gott og stórir gluggar gera það að verkum að birtan er góð í bílnum, jafnvel þótt hann sé ekki með gler í toppnum. Ýmsir hlutir eru til þæginda í bílnum, svo sem stillingar fyrir útvarp í stýri og ágæt geymsluhólf. Eins og gefur að skilja er farangursrýmið ekki mjög stórt í bílnum. Ef aðeins tveir eru á ferð má hins vegar leggja niður aftursætin, sem jafnast þá við gólfhæð, og fá prýðilegt farangursrými. Bíllinn getur því verið ágætur ferðabíll fyrir tvo. Afturhlerinn opnast líka vel, þannig að gott er að ganga um farangursrýmið. Til að auka enn frekar flutningsgetuna má svo leggja fram farþegasætið við hlið bílstjórasætisins. Öryggisbúnaður bílsins er einnig góður. Hann er búinn ESP-stöðugleikastýringu, svo einhvers sé getið, og athygli vekur að við högg framan á bílinn dettur vélin niður í rými undir gólfi bílsins í stað þess að þrýstast inn í bílinn. Þegar nýja A-Class bílnum er ekið finnur maður fyrir því að vera að aka hágæðabíl. Og verðið er auðvitað í hærri kantinum miðað við stærð bílsins en þó alls ekki í skýjunum.
Bílar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira