Kenna fólki að virkja eigin hugsun 22. febrúar 2005 00:01 Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum." Nám Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum."
Nám Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira