Erlent

Taldi þjóðsögur verk Shakespears

Hvaða eyland í Norður-Atlantshafi er tengt sögum og þjóðsögum frá 13. öld? Flestir Íslendingar gætu líkast til getið sér til um það en ekki landafræðispekingarnir ungu sem tóku þátt í landafræðikeppni National Geographic í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hetjan Jared Martin frá bænum Lititz var viss um að þarna væri átt við Stóra-Bretland og taldi víst að þjóðsögurnar sem um ræddi væru verk Shakespears. Hann komst því ekki lengra í keppninni og bæjarbúar í Lititz eru yfir sig hneykslaðir - ekki á Jared, heldur spurningunni. „Hvern hefði grunað að Jared þyrfti að hafa vit á þjóðsögum 13. aldar í landafræðikeppni?“ segir í bæjarblaðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×