Sport

Peter Coates býður í Stoke

Peter Coates einn fyrrverandi eiganda fótboltaliðsins Stoke City og núverandi stjórnarmaður, bauð á mánudag 4 milljónir punda í félagið.  Þetta staðfesti Gunnar Þór Gíslason stjórnaformaður Stoke við Bylgjuna nú fyrir hádegið.  Það þýðir að hluthafar myndu fá um 20% af hlutafé sínu. Gunnar segir félagið til sölu en að þetta tilboð sé engan veginn ásættanlegt.   Skuldir Stoke nema 8,5 milljónum punda eða rétt rúmum milljarði króna.  Tilboð Coates hljóðaði uppá 476 milljónir króna.  Eins og við greindum frá í fréttum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi var knattspyrnustjórinn Tony Pulis rekinn úr starfi m.a. vegna tregðu hans til þess að skoða knattspyrnumenn utan Bretlandseyja.  Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið Stoke að undanförnu en félagið hefur aðeins keypt einn, Mamady Sidibe Mali-mann sem keyptur var frá Gillingham.  Sidibe lýsti því yfir þegar hann skrifaði undir hjá Stoke að hinn brottrekni knattspyrnustjóri, Tony Pulis, réði mestu um það að hann gekk til liðs við Stoke.  Við starfi hans tekur væntanlega Hollendingurinn Johann Boskamp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×