Færni vörubílstjóra fer batnandi 13. apríl 2005 00:01 "Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði." Nám Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði."
Nám Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira