Innlent

Skili peningum til neytenda

Troðið á neytendum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir þá áráttu kaupmanna að hækka álagningu sína jafnt og þétt þrátt fyrir sterka krónu.
Troðið á neytendum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir þá áráttu kaupmanna að hækka álagningu sína jafnt og þétt þrátt fyrir sterka krónu.

"Framkoma sem þessi við íslenska neytendur er forkastanleg og ég óska eftir að atvinnurekendur skili aftur þessum peningum," segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. Hann gagnrýnir harðlega að verðlag á innfluttum vörum lækki ekki samkvæmt nýrri vísitölu neysluverðs þrátt fyrir áframhaldandi sterkt gengi krónunnar.

Vísitalan í desember hækkaði um 0,36 prósent milli mánaða og hefur hækkað um 4,1 prósent síðustu tólf mánuði. Jóhannes segir það kröfu íslenskra neytenda sem hafi ekki í önnur hús að venda með kaup sín að kaupmenn sýni sóma sinn í að lækka verð þegar tilefni gefur til. "Þeir eru fljótir að hækka þegar krónan veikist en engin lækkun kemur fram þegar hún er sterk. Þetta er með öllu óþolandi og hrein og bein hræsni gagnvart viðskiptavinum íslenskra verslana. Þarna er svo greinilega um að ræða aukna álagningu þegar neytendur eiga að njóta þess að krónan er sterk. Ég fordæmi þetta og fer fram á að kaupmenn skili okkur neytendum því sem okkur ber."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×