Sport

Heil umferð í kvöld

Sex leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennaflokki. Topplið Njarðvíkur sækir botnlið Hattar heim á Egilsstaði, Hamar/Selfoss tekur á móti Haukum, Grindavík mætir Fjölni, Keflavík tekur á móti Þór, ÍR og KR mætast í Seljaskóla og þá verður væntanlega heitt í kolunum í Hólminum þar sem Snæfell og Skallagrímur eigast við.

Í kvennaflokki er einn leikur á dagskrá, en það er viðureign Hauka og KR sem fram fer að Ásvöllum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×