Sport

Hálfleikur í Landsbankadeildinni

Nú er búið að flauta til hálfleiks í leikjunum fimm sem eru á dagskrá í næst síðustu umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Ekki hafa verið skoruð mörg mörk í leikjunum það sem af er, en það er þó helst sjónvarpsleikur Keflavíkur og Fram sem stendur undir væntingum, en þar er staðan 2-1 fyrir heimamenn. Það var markahrókurinn Hörður Sveinsson sem kom heimamönnum í Keflavík yfir á 7. mínútu leiksins gegn Fram og Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki á 34. mínútu. Það var svo Andir Fannar Ottósson sem minnkaði muninn fyrir gestina aðeins mínútu síðar. Íslandsmeistarar FH hafa náð forystu 1-0 gegn Fylki í Kaplakrika og Grétar Ólafur Hjartarson hefur komið KRingum yfir í Frostaskjólinu með marki á lokamínútu hálfleiksins gegn Valsmönnum. Markalaust er á hjá Þrótti og Grindavík á Laugardalsvelli og sömu sögu er að segja af leik ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum, en þessir leikir ráða gríðarlega miklu um framvindu mála í fallslagnum og því er um að gera fyrir áhugasama um að fylgjast vel með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×