Pólitískir vinir Bush 9. september 2005 00:01 Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Öllum sem vildu komast frá New Orleans hefur nú verið bjargað. Lögreglu- og björgunarsveitir hafa fengið það hlutverk að koma þeim sem ekki vilja fara á brott. Talið er að um tíu þúsund manns hafist ennþá við í borginni og segja björgunarmenn á vettvangi að margir séu með óráði. Hægt og rólega lækkar yfirborð vatnsins í borginni sem er nánast orðið þykkt af drullu, bensíni, olíu, spilliefnum, braki, bakteríum og líkum. Björgunarstarfið er nú komið í ágætis horf en gagnrýnin á hversu lengi það tók fer vaxandi. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var á ferð um hamfarasvæðin í gær til að reyna að slá á gagnrýnina. Hann sagði að björgunarstörf miðaði vel áfram en mikið verk væri enn óunnið. „Umfang þessa verkefnis er að endurheimta allt í New Orleans og Suður-Louisiana. Þetta er gríðarlegt,“ sagði Cheney. Kannanir benda til þess að almenningur sé Bush forseta reiður vegna viðbragðanna. Sextíu og sjö prósent aðspurðra í könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar sögðust telja að forsetinn hefði getað brugðist hraðar og betur við en tuttugu og átta prósent voru á því að hann hefði gert allt sem hann gat. Colin Powell bættist í hóp gagnrýnendanna í dag. Hann var talinn líklegur stjórnandi samhæfðra aðgerða yfirvalda en í viðtali sem birt verður í kvöld á sjónvarpsstöðinni ABC segir hann að víðtæk mistök hafi verið gerð á öllum stjórnvaldsstigum. Viðvaranir hafi verið margar og komið tímanlega en lítið sem ekkert hafi verið gert. Gagnrýnin beinist einnig að stjórnendum FEMA, almannavarnanna vestra. Washington Post greinir frá því í dag að fæstir þeirra séu fagmenn á sviði almannavarna heldur pólitískir stuðningsmenn og vinir Bush forseta. Fagmennirnir hafi yfirgefið stofnunina þegar þeir tóku við. Nú undir kvöld greindi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna svo frá því að Michael Brown, yfirmaður almannavarna, stýrði ekki lengur björgunaraðgerðum á hamfarasvæðunum. Erlent Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Öllum sem vildu komast frá New Orleans hefur nú verið bjargað. Lögreglu- og björgunarsveitir hafa fengið það hlutverk að koma þeim sem ekki vilja fara á brott. Talið er að um tíu þúsund manns hafist ennþá við í borginni og segja björgunarmenn á vettvangi að margir séu með óráði. Hægt og rólega lækkar yfirborð vatnsins í borginni sem er nánast orðið þykkt af drullu, bensíni, olíu, spilliefnum, braki, bakteríum og líkum. Björgunarstarfið er nú komið í ágætis horf en gagnrýnin á hversu lengi það tók fer vaxandi. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var á ferð um hamfarasvæðin í gær til að reyna að slá á gagnrýnina. Hann sagði að björgunarstörf miðaði vel áfram en mikið verk væri enn óunnið. „Umfang þessa verkefnis er að endurheimta allt í New Orleans og Suður-Louisiana. Þetta er gríðarlegt,“ sagði Cheney. Kannanir benda til þess að almenningur sé Bush forseta reiður vegna viðbragðanna. Sextíu og sjö prósent aðspurðra í könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar sögðust telja að forsetinn hefði getað brugðist hraðar og betur við en tuttugu og átta prósent voru á því að hann hefði gert allt sem hann gat. Colin Powell bættist í hóp gagnrýnendanna í dag. Hann var talinn líklegur stjórnandi samhæfðra aðgerða yfirvalda en í viðtali sem birt verður í kvöld á sjónvarpsstöðinni ABC segir hann að víðtæk mistök hafi verið gerð á öllum stjórnvaldsstigum. Viðvaranir hafi verið margar og komið tímanlega en lítið sem ekkert hafi verið gert. Gagnrýnin beinist einnig að stjórnendum FEMA, almannavarnanna vestra. Washington Post greinir frá því í dag að fæstir þeirra séu fagmenn á sviði almannavarna heldur pólitískir stuðningsmenn og vinir Bush forseta. Fagmennirnir hafi yfirgefið stofnunina þegar þeir tóku við. Nú undir kvöld greindi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna svo frá því að Michael Brown, yfirmaður almannavarna, stýrði ekki lengur björgunaraðgerðum á hamfarasvæðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira