Erlent

Á sjúkrahús vegna augnkvilla

Jaques Chirac, forseti Frakklands, lagðist inn á sjúkrahús í dag og verður þar næstu vikuna vegna augnsjúkdóms. Forsetinn er 72 ára og hefur öllum skipulögðum verkefnum verið frestað um óákveðinn tíma meðan hann liggur inni. Talsmaður hans vill þó sem minnst gera úr málinu og segir Chirac stálsleginn, meðferðin sem hann þurfi að fara í gegnum sé hættulaus og í raun smávægileg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×