Sport

Blikastúlkur enn með fullt hús

Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni með fullt hús stiga í Landsbankadeild kvenna en þær sigruðu ÍBV, 3-1 á Kópavogsvelli í kvöld. Guðlaug Jónsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik en Olga Færseth yrir skoraði mark ÍBV. Þrír leikir fóru fram í deildinni í kvöld. KR-stúlkur völtuðu yfir FH 0-7 í Kaplakrika. Ásgerður Ingibergsdóttir og Fjóla Dröfn Friðriksdóttir skoruðu tvö mörk hvor en Elva Björk Erlingsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir og Hrena jóhannesdóttir eitt hver. Stjarnan lagði ÍA 1-2 á Akranesi þar sem Anna Margrét Gunnarsdóttir og Björk Gunnarsdóttir en Karítas Hrafns Elvarsdóttir skoraði fyrir ÍA. Blikastúlkur eru sem fyrr enn með fullt hús eða 30 stig og eiga leik til góða á Val sem er með 27 stig. KR í 3. sæti með 21 stig, ÍBV í 4. sæti með 18 stig, Keflavík í 5. sæti með 12 stig, Stjarnan í 6. sæti 9 stig, FH í 7. sæti með 6 stig og ÍA á botinum án stiga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×