Lífið

Jónsmessuhlaupið í kvöld

Miðnætur- og Ólympíufjölskylduhlaupið fer fram í Laugardalnum í kvölkd og verður ræst klukkan 22:00. Hlaupið er frá Laugardalslauginni um Laugardalinn og endar hlaupið á Laugardalsvellinum. Allir geta tekið þátt því boðið er upp á þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 kílómetra. Tímataka er í 5 og 10 kílómetra hlaupunum. [sjá kort að neðan] Það er greinilegt er að fjölskyldufólk kann að meta það að fá tækifæri til að koma saman með hundruðum annarra og skokka eða hlaupa um göngustíga Laugardalsins því á hverju ári koma nokkuð hundruð manns saman í Laugardalnum að nýta tækifærið að sjá sólina setjast um miðnætti. Eftir hlaupið er frítt í Laugardalslaugina. Fólk á öllum aldri gerir sér glaðan dag (kvöld) og fer þá vegalengd og með þeirri ákefð sem hæfir hverjum og einum, og þá gjarnan í félagi við aðra. Fjöldi þátttakenda tryggir að ávallt er einhver á svipuðu róli. Hægt er að skrá sig í hlaupið í kvöld frá kl. 18:00-21:30 í  gamla anddyri Laugardalslaugarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.