Sport

Blikastúlkur unnu toppslaginn

Blikastúlkur eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í Landsbankadeild kvenna en Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvellinum í kvöld en fyrir leikinn höfðu liðin unnið alla 3 leiki sína í deildinni. Valsstúlkur komust í annað sætið með naumum 3-2 sigri á botnliði ÍA og Stjarnan vann sinn annan 1-0 sigur í röð, nú á FH á útivelli. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik það fyrra strax á 2. mínútu leiksins. Edda Garðsdóttir kom Breiðabliki í 2-0 með marki úr víti og Sandra Karlsdóttir innsiglaði síðan sigurinn með fjórða markinu. Greta Mjöll hefur nú skorað fjögur mörk fyrir Blikanna í sumar og öll hafa þau litið dagsins ljós á Kópavogsvellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Val 3-2 sigur á botnliði ÍA þegar hún skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Hallbera Gísladóttir hafði kom ÍA yfir eftir 10 mínútna leik og ÍA sem hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum með markatölunni hafði yfir í hálfleik 1-0. Guðný Óðinsdóttir og Laufey Ólafsdóttir komu Val í 2-1 en Anna Þorsteinsdóttir jafnaði úr víti sex mínútum fyrir leikslok. Það var síðan eins og áður sagði Margrét Lára sem tryggði það stigin þrjú yrði eftir á Hlíðarenda. Gunnur Melkorka Helgadóttir tryggði Stjörnunni 0-1 sigur á FH á Kaplakrikavelli í sínum fyrsta leik í byrjunarliði FH eftir að hún kom til liðsins frá Breiðabliki. Markið skoraði Gunnur, sem er 18 ára, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en þetta var annar 1-0 sigur Stjörnunnar í röð. Fjórða leik umferðainnar milli Keflavíkur og ÍBV var frestað þar sem Eyjastúlkur komust ekki frá Eyjum en leikurinn hefur verið settur á á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×