Greiðslan er hrikalega flott 1. júní 2005 00:01 Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert. Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira
Handknattleikskappinn Róbert Gunnarsson hefur ekki bara vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu á handboltavellinum í Danmörku í vetur. Greiðslurnar sem hann hefur skartað hafa einnig vakið gríðarlega athygli enda margar hverjar mjög frumlegar. Engin hefur þó vakið eins mikla athygli og nýjasta greiðslan sem Róbert hefur verið með í úrslitakeppninni en hann er alveg snoðaður fyrir utan skott sem lafir úr hvirflinum og aftur á hnakka. „Þessi greiðsla er hönnuð á heimilinu en unnusta mín sá um að klippa mig," sagði Róbert hlæjandi en hver er hugsunin á bak við greiðsluna? „Það er bara að vera eins og stríðsmaður en um leið frumlegur. Blöðin hérna í Danmörku kalla greiðsluna móhíkanann." Það verður ekki tekið af Róbert að greiðslan er ákaflega frumleg og Árbæingurinn siglir ekki með straumnum þegar kemur að vali á hárgreiðslu en ætli félagar hans í liðinu geri grín að honum? „Ungu strákunum í liðinu fannst greiðslan „cool" en gömlu köllunum fannst hún ömurleg. Mér finnst hún persónulega hrikalega flott," sagði Róbert og skellihló. „Ég held þessari greiðslu eitthvað áfram og það verður gaman að mæta á landsliðsæfingu á miðvikudaginn og heyra hvað strákarnir segja." Róbert hefur einnig verið með sítt að aftan og vakti sú greiðsla ekki síður athygli. Þjálfari Róberts hjá Aarhus, Erik Veje Rasmussen, gefur að sögn Róberts, lítið fyrir greiðslurnar þótt hann verði seint talinn með „töff" klippingu sjálfur. „Hann var látinn meta kosti og galla leikmanna í blöðunum um daginn og það sem hann hafði neikvætt að segja um mig var að ég hefði hræðilegan hárgreiðslumann," sagði Róbert.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira