Frakkar sögðu nei við Chirac 29. maí 2005 00:01 Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira